Almennar sýningar á myndinni um Nelson Mandela hefjast vestanhafs á jóladag. Mandela lést í gær, eins og kunnugt er. Myndin ber titilinn Mandela: Long Walk to Freedom og fjallar um Mandela á yngri árum, árin sem hann eyddi í fangelsi, og leið hans í forsetastól í Suður-Afríku. Hann var fyrsti þeldökki forseti landsins.

Það er breski leikarinn Idris Elba sem leikur Mandela í myndinni. Hún var sýnd í fjórum kvikmyndahúsum þann 30. Nóvember og eftir þær sýningar ríkir mikil eftirvænting fyrir því að almennar sýningar hefjist.