*

sunnudagur, 23. febrúar 2020
Innlent 13. apríl 2019 16:01

Myndir: 20 árum FKA fagnað

Nú á dögunum fagnaði Félag kvenna í atvinnulífinu tuttugu ára afmæli sínu í Hörpunni.

Ritstjórn
Birgitta Haukdal, Yasmine Olsson og Áslaug Thelma Einarsdóttir áttu góða stund saman.
Haraldur Guðjónsson

Nú á dögunum fagnaði Félag kvenna í atvinnulífinu tuttugu ára afmæli sínu. Í tilefni þessara tímamóta var slegið upp veislu í Hörpunni. Mikill fjöldi kvenna mætti til að fagna afmælinu og á meðal þeirra sem tróðu upp voru DJ Dóra Júlía og Regína Ósk, auk fleiri listamanna. Skemmtikrafturinn Anna Svava Knútsdóttir sá um veislustjórn.

Hafdís Jónsdóttir, eigandi World Class, útvarpskonan Hulda Bjarnadóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir borgarfulltrúi, Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri FKA, og Rakel Sveinsdóttir, formaður FKA. Allar eiga þær það sameiginlegt að hafa gegnt lykilhlutverki innan félagsins á einhverjum tímapunkti.

Þóranna K. Jónsdóttir, Paula Gould, Sandra Mjöll Jónsdóttir og Sigurbjörg Maren Jónsdóttir skemmtu sér vel í afmælisveislunni.

DJ Dóra Júlía þeytti skífum.

Mæðgurnar Ólöf Þorvaldsdóttir og Elfur Logadóttir létu sig ekki vanta.

Eva Michelsen og Vigdís Guðjónsdóttir stilltu sér upp með Reykjavíkurhöfn í bakgrunni.

Ásdís Gíslason, Steinunn Þorsteinsdóttir og Gerður Guðjónsdóttir.

Stikkorð: FKA afmæli