Viðskiptablaðið afhenti Viðskiptaverðlaunin 2007 við athöfn á Grillinu í hádeginu í dag og var vel mætt.  Myndir af samkvæminu eru birtar með þessar frétt. Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Novators, hlaut verðlaunin í ár. Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi Hjallastefnunnar, var um leið heiðruð sem frumkvöðull ársins. Björgvin Sigurðsson viðskiptaráðherra afhenti verðlaunin.

Jafnframt flutti Stefán Ingi Stefánsson framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi erindi um góðgerðamál. Sagði að viðskiptalífið gæfi ekki einungis peninga til góðgerðamála heldur lagði einnig til þekkingu og verklag: Að setja sér markmið og ná þeim.

Á undan ræðu Stefáns Inga sungu Bergþór Pálsson og Jóhann Friðgeir Valdimarsson fyrir gesti.