*

mánudagur, 17. júní 2019
Innlent 19. janúar 2019 18:01

Myndir: Áhugi á skattkerfinu

Fjölmargir mættu á 17. árlega Skattadag Deloitte, Viðskiptaráðs og SA þar sem farið var yfir áhrif skattbreytinga.

Ritstjórn
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hélt opnunarávarp Skattadags Deloitte, Viðskiptaráðs og SA, en á fundinum var m.a. farið yfir áhrif skattbreytinga sem tóku gildi í upphafi ársins.
Eva Björk Ægisdóttir

Árlegur Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs Íslands og Samtaka atvinnulífsins var haldinn í 17. skipti á þriðjudaginn, með léttum morgunverði og erindum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hélt opnunarávarpið, en nafni hans, Bjarni Þór Bjarnason, sviðstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte, fór svo í sínu ávarpi yfir helstu skattalagabreytingar nýs árs.

Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, hélt síðan erindi undir yfirskriftinni Úr vasa heimilanna, en næst þar á eftir fjallaði María Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins, um áhrif skatta á rekstrarumhverfi fasteignafélaga.

Loks ræddi Guðbjörg Þorsteinsdóttir, lögfræðingur á skatta og lögfræðisviði Deloitte, um áskoranir og álitamál í tengslum við yfirtökur, samruna og skiptingar. Gunnar Dofri Ólafsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, sá um fundarstjórn.

Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs og Gunnar Dofri Ólafsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs, sem stýrði fundinum.

Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, sat á milli þeirra forstjóra Deloitte og framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs, en í erindi hennar var fjallað á áhugaverðan hátt um skattbyrði ólíkra tekjustiga í þjóðfélaginu.

Sigurður Páll Hauksson, forstjóri Deloitte, var áhugasamur um erindin en þetta er í 17. sinn sem fyrirtækið heldur skattadaginn.

Ekki vantaði heldur athyglina á erindunum hjá Ingibjörgu Ösp Stefánsdóttur, forstöðumanni mennta- og mannauðsmála hjá Samtökum iðnaðarins

Starfsmenn Viðskiptaráðs, þau Ísak Rúnarsson sérfræðingur, Konráð S. Guðjónsson hagfræðingur og Karen Gústavsdóttir starfsnemi létu sig ekki vanta á fundinn.

Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði, sat athugull undir erindum skattadagsins, enda hefur hann löngum verið þekktur áhugamaður um efnahagslega umgjörð þjóðfélagsins.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is