*

þriðjudagur, 7. júlí 2020
Innlent 16. nóvember 2019 18:02

Myndir: Alþjóðadagur viðskiptalífsins

Alþjóðadagur viðskiptalífsins fór í fyrsta sinn fram á dögunum.

Ritstjórn
Fundarstjórn var í traustum höndum Elizu Reid.

Alþjóðadagur viðskiptalífsins fór í fyrsta sinn fram síðastliðinn mánudag á Hilton Reykjavík Nordica. Fyrir um ári formgerðu alþjóða viðskiptaráðin og utanríkisráðuneytið áralangt samstarf sín á milli. Eitt af þessum samstarfsverkefnum var einmitt að standa fyrir ráðstefnu sem þessari. KPMG er bakhjarl samstarfsverkefnisins með stuðningi frá Viðskiptaráði Íslands, en þar eiga millilandaráðin heimilisfesti.

Á fundinum héldu Hollendingurinn Richard von Hooijdonk, Guðmundur Hafsteinsson og Steinþór Pálsson erindi. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hóf ráðstefnuna og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnuvegaog nýsköpunarráðherra, sleit ráðstefnunni. Forsetafrúin Eliza Reid stýrði fundinum.

Fyrrverandi samstarfsmennirnir hjá Icelandair, Svali Björgvinsson og Birkir Hólm Guðnason, slóu á létta strengi áður en ráðstefnan hófst.

Stutt var í grínið hjá fundargestum.

Mætingin á ráðstefnuna var með miklum ágætum og bekkurinn þéttsetinn.

Hildur Árnadóttir lét ráðstefnuna ekki framhjá sér fara.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.

Vel fór á með Hollendingnum Richard von Hooijdonk og utanríkisráðherranum Guðlaugi Þór Þórðarsyni.