*

miðvikudagur, 22. september 2021
Innlent 11. mars 2019 07:30

Myndir: Ársfundur Landsvirkjunar

Landsvirkjun velti fyrir sér hlutverki sínu í loftslagsmálum, orkumálum og hvort það gæti staðið undir væntingum um arðgreiðslur.

Ritstjórn
Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar hlustaði íbygginn á erindi annarra á ársfundi félagsins.
Haraldur Guðjónsson

Ársfundur Landsvirkjunar árið 2019 var haldinn í Silfurbergi Hörpu fimmtudaginn 28. febrúar síðastliðinn, og bar hann yfirskriftina: Í landi endurnýjanlegrar orku, og sagt að aukinni áherslu á loftslagsmálum fylgi áskoranir og tækifæri og velt upp ákveðnum spurningum:

Hvert er hlutverk okkar í þessum málum og hvernig nýtum við betur tækifærin sem felast í endurnýjanlegri raforku? Hvernig getur fyrirtækið staðið undir væntingum um arðgreiðslur í framtíðinni?

Meðal framsögumanna auk Harðar Arnarsonar forstjóra sem hélt fyrirlesturinn Á réttri leið, sem eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um sneri mikið til um að félagið væri farið að sækja hærri verð til stórnotenda sem eru helstu viðskiptavinir félagsins.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu ávarpaði einnig þingið, og fjallaði þar meðal annars um að hvaða leiti mætti líkja orkuauðlindinni við þjóðareign í fiskimiðum og að hvaða leiti það væri ekki samanburðarhæft líkt og Viðskiptablaðið fjallaði einnig um.

Aðrir sem héldu ávörp voru til að mynda Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður sem ræddi aðallega um bætta efnahagslega stöðu fyrirtækisins en fundarstjóri var Gerður Björk Kjarnested.

Hér má sjá aðra framsögumenn og nafn erinda þeirra:

  • Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjori – Loftslagsmál eru orkumál
  • Björk Guðmundsdóttir verkefnastjóri – Ný sýn á landslag og mannvirki
  • Stefán Kári Sveinbjörnsson verkefnastjóri – Endurhannaður vindmyllugarður fyrir ofan Búrfell
  • Ólöf Rós Káradóttir verkefnisstjóri – Ný ásýnd Hvammsvirkjunar
  • Rafnar Lárusson fjármálastjóri – Fjármál á tímamótum
  • Stefanía G. Halldórsdóttir framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs – Endurnýjanleg orka er verðmætari