*

mánudagur, 20. september 2021
Innlent 18. maí 2018 11:27

Myndir: Ársfundur Samál 2018

Álið verður aftur nýtt var yfirskrift ársfundar Samtaka álframleiðenda á Íslandi sem haldinn var í Hörpu.

Ritstjórn
Líf Lárusdóttir, verkefnastjóri hjá Gámaþjónustunni, var ein ræðumanna á ársfundi Samáls.
Haraldur Guðjónsson

Ársfundur Samáls, Samtaka álframleiðenda á Íslandi sem haldinn var í gærmorgun í Hörpu, bar yfirskriftina Álið verður aftur nýtt. Er það vísun í endurvinnsluátak áls í sprittkertum, sem staðið hefur yfir síðan um jólahátíðina. 

Gafst fundargestum jafnframt kostur á að skoða hönnunarmuni frá sýningunni #endurvinnumálið sem sett var upp fyrir afmælisopnun Hönnunarmars. 

Meðal ávarpa á fundinum voru fulltrúar frá Studio Portland, sem sögðu frá hönnun nytjahluta úr álinu, en aðrir ræðumenn voru Ragnar Guðmundsson, stjórnarformaður Samáls, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir iðnaðarráðherra, Justin Hughes frá alþjóðlega greiningarfyrirtækinu CRU, Líf Lárusdóttir frá Gámaþjónustunni og Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Samáls.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sem fer með málefni iðnaðarins, ásamt ferðamálum og nýsköpun, flutti ávarp á ársfundinum.

Glatt var á hjalla á ársfundinum, en meðal þeirra sem stigu í pontu voru þau Líf Lárusdóttir verkefnastjóri hjá Gámaþjónustunni sem ræddi um tækifæri í endurvinnslu hér á landi og Ragnar Guðmundsson stjórnarformaður Samáls sem ræddi um stöðu og framtíð íslensks áliðnaðar.

Góð mæting var á ársfundinn sem haldinn var í tónlistar- og ráðstefnuhöllinni Hörpu, en þar er fjöldi sala af ýmsum stærðum og gerðum fyrir ýmis konar ráðstefnur og fundarhöld.

Magnús Þór Ásmundsson forstjóri Alcoa Fjarðarál lét sig ekki vanta á ársfundinn, en fyrirtækið var eitt þriggja stofnfélaga hagsmunasamtakanna, ásamt Rio Tinto Alcan á Íslandi og Norðurál.

Ásta S. Fjeldsted framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands var ein þeirra sem mættu á ársfundinn, en hann stóð yfir milli 8:30 og 10:00 á miðvikudagsmorgni.