*

föstudagur, 21. febrúar 2020
Innlent 27. apríl 2019 17:11

Myndir: Dagslöng ráðstefna um samvinnu

Árleg ráðstefna Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands var haldin í Norræna húsinu á dögunum.

Ritstjórn
Najmo Cumar Fiyasko, nemi í Fjölbrautaskólanum við Ármúla og YouTube áhrifavaldur Sómalíumanna víða um heim, fjallaði um mátt samfélagsmiðla undir yfirskrift þess að engin kona væri frjáls fyrr en þær væru það allar.
Haraldur Guðjónsson

Árleg ráðstefna Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands var haldin í Norræna húsinu á miðvikudag undir formerkinu Alþjóðasamvinna á Krossgötum: Hvert stefnir Ísland? Var ráðstefnan haldin í samstarfi við Norðurlönd í fókus, utanríkisráðuneytið, Félag stjórnmálafræðinga og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála.

Fjölmargar málstofur voru á ráðstefnunni, undir yfirskriftunum: Áskoranir framtíðar: Ungt fólk til áhrifa; Ímynd Norðurlanda: Friður og jafnrétti?; Framtíðin: Veðjað á voldug ríki eða alþjóðastofnanir?; Ísland, Bandaríkin og NATO á 21. öld; Þátttaka í samvinnu Evrópuríkja og framtíðarsamskiptin við Bretland; Hernaðarumsvif á Norðurslóðum; Litið til austurs: Samskipti Íslands og Asíu, og loks Samantekt: Ísland í samfélagi þjóðanna. Á eftir var haldin móttaka í anddyri Norræna hússins.

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, var íbygginn á svip undir ræðum annarra, en hann hélt sjálfur erindi um hvort veðja ætti á að framtíðin tilheyrði voldugum ríkjum eða alþjóðastofnunum.

Meðal góðra gesta á ráðstefnunni var Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs, Hjálmar W. Hannesson og Sigríður Snævarr fyrrverandi sendiherrar, og eiginmaður þeirra síðarnefndu, Kjartan Gunnarsson, fyrrum framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins.

Fjölmargir mættu á ráðstefnuna sem stóð yfir frá 9 til 18, þar á meðal María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri upplýsingadeildar utanríkisráðuneytisins.

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, var ein þeirra sem ræddu um áhrif ungs fólks í pallborðsumræðum, en með henni á myndinni er Jökull Ingi Þorvaldsson, fulltrúi úr ritstjórn skuggaskýrslu barna til barnaréttarnefndar SÞ.

Bergur Ebbi Benediktsson, rithöfundur og skemmtikraftur, var einn þeirra sem ræddu um áskoranir framtíðar undir liðnum Ungt fólk til áhrifa á ráðstefnunni.