Fullt var út úr dyrum á fundi Lilju Alfreðsdóttur mennta- menningarráðherra, Samtaka iðnaðarins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um aðgerðaráætlun til að auka áhuga ungmenna á starfs- og tæknimenntun.

Ástæða áætlunarinnar er svokallað færnimisræmi á vinnumarkaði, sem þýðir að meiri eftirspurn en framboð er eftir fólki með slíka menntun hér á landi, sem OECD segir ástæðu minni framleiðni hér á landi en í hinum Norðurlöndunum.

Nýir tímar í starfs- og tækninámi: kynningarfundur í Mennta- og menningarmálaráðuneytinu
Nýir tímar í starfs- og tækninámi: kynningarfundur í Mennta- og menningarmálaráðuneytinu
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Lilja Alfreðsdóttir hefur sagt það vera einkennandi fyrir menntakerfið hér á landi að færri sæki sér nám í starfs- og tæknigreinum en í samanburðarlöndum. Hægt er að horfa á stutt myndband frá fundinum hér.

Nýir tímar í starfs- og tækninámi: kynningarfundur í Mennta- og menningarmálaráðuneytinu
Nýir tímar í starfs- og tækninámi: kynningarfundur í Mennta- og menningarmálaráðuneytinu
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Benti hún á að á Íslandi útskrifist um 30% úr starfs- og tækninámi meðan hlutfallið sé 50% í Noregi. Segir hún ríkisstjórnina þess vegna hafa forgangsraðað fjármunum og áherslu í til að mynda rafiðn, húsasmíði, pípulagnir og aðrar greinar, auk þess að sjá fram á aukna innviðafjárfestingu í uppbyggingu á skólum og kaupum á tækjum.

„Dagurinn markar tímamót og það er táknrænt að ráðuneytið hafi verið fullt út úr dyrum á þessum fundi,“ er haft eftir Lilju á vef Stjórnarráðsins . „Áhuginn á málaflokknum er gríðarlegur og með samstarfi allra þessara aðila eru miklir kraftar að losna úr læðingi. Þetta eru brýnar og metnaðarfullar aðgerðir og ég er þess fullviss að okkur mun takast ætlunarverkið.“

Nýir tímar í starfs- og tækninámi: kynningarfundur í Mennta- og menningarmálaráðuneytinu
Nýir tímar í starfs- og tækninámi: kynningarfundur í Mennta- og menningarmálaráðuneytinu
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Á fundinum voru fulltrúar skóla, fræðsluaðila, sveitarfélaga og atvinnulífsins en þar var skrifað undir samkomulag um samstilltar aðgerðir fyrrnefndra aðila til að svara aukinni eftirspurn eftir starfs- og tæknimenntuðu fólki.

Nýir tímar í starfs- og tækninámi: kynningarfundur í Mennta- og menningarmálaráðuneytinu
Nýir tímar í starfs- og tækninámi: kynningarfundur í Mennta- og menningarmálaráðuneytinu
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Helstu aðgerðirnar hafa verið boðaðar eru:

  • aukin áhersla á að allir grunnskólanemar fái kennslu í verk-, tækni- og listgreinum samkvæmt aðalnámskrá, en misbrestur hefur verið á því í sumum skólum,
  • breyta lögum um háskóla, svo iðnmenntaðir njóti sömu réttinda og þeir sem lokið hafa stúdentsprófi, til að sækja um háskólanám,
  • einfalda skipulag starfs- og tæknináms, svo að námið verði í auknum mæli á ábyrgð skóla frá innritun til útskriftar,
  • bæta aðgengi að starfs- og tækninámi á landsbyggðinni, enda ræður námsframboð í heimabyggð miklu um námsval ungmenna að loknum grunnskóla,
  • styrkja náms- og starfsráðgjöf í grunnskólum, bæði til ungmenna og foreldra, svo ákvörðun um námsval byggi á ítarlegum og góðum upplýsingum um nám, tækifæri og starfsmöguleika.

Nýir tímar í starfs- og tækninámi: kynningarfundur í Mennta- og menningarmálaráðuneytinu
Nýir tímar í starfs- og tækninámi: kynningarfundur í Mennta- og menningarmálaráðuneytinu
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segist fagna samstarfinu mjög og vera sannfærð um að það verði þjóðinni allri til gæfu.

„Það er afar mikilvægt að menntakerfið, námsframboð á hverjum tíma og viðhorf til ólíkra greina séu í takt við þarfir samfélagsins og okkur takist að kveikja áhuga barnanna okkar á sem fjölbreyttustu námi og starfi. Við hjá Samtökum íslenskra sveitarfélaga hlökkum til að leggja okkar af mörkum,“ segir Aldís.

Nýir tímar í starfs- og tækninámi: kynningarfundur í Mennta- og menningarmálaráðuneytinu
Nýir tímar í starfs- og tækninámi: kynningarfundur í Mennta- og menningarmálaráðuneytinu
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Nýir tímar í starfs- og tækninámi: kynningarfundur í Mennta- og menningarmálaráðuneytinu
Nýir tímar í starfs- og tækninámi: kynningarfundur í Mennta- og menningarmálaráðuneytinu
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Loks segir Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Samtaka iðnaðarins:

„Íslenskur iðnaður er uppspretta gífurlegra verðmæta í hagkerfinu, sem aðeins verða til þar sem færni og þekking er til staðar. Samstarf eins og þetta er því ómetanlegt, þar sem margir taka höndum saman til að fjölga starfs- og tæknimenntuðu fólki á vinnumarkaði. Menntakerfið á að styðja við hugvit og nýsköpun, bæði með því að hvetja ungmenni til náms og bjóða þeim starfsmenntunarúrræði sem eru fyrir starfandi í atvinnulífinu.“

Nýir tímar í starfs- og tækninámi: kynningarfundur í Mennta- og menningarmálaráðuneytinu
Nýir tímar í starfs- og tækninámi: kynningarfundur í Mennta- og menningarmálaráðuneytinu
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Nýir tímar í starfs- og tækninámi: kynningarfundur í Mennta- og menningarmálaráðuneytinu
Nýir tímar í starfs- og tækninámi: kynningarfundur í Mennta- og menningarmálaráðuneytinu
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Nýir tímar í starfs- og tækninámi: kynningarfundur í Mennta- og menningarmálaráðuneytinu
Nýir tímar í starfs- og tækninámi: kynningarfundur í Mennta- og menningarmálaráðuneytinu
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Nýir tímar í starfs- og tækninámi: kynningarfundur í Mennta- og menningarmálaráðuneytinu
Nýir tímar í starfs- og tækninámi: kynningarfundur í Mennta- og menningarmálaráðuneytinu
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Nýir tímar í starfs- og tækninámi: kynningarfundur í Mennta- og menningarmálaráðuneytinu
Nýir tímar í starfs- og tækninámi: kynningarfundur í Mennta- og menningarmálaráðuneytinu
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Nýir tímar í starfs- og tækninámi: kynningarfundur í Mennta- og menningarmálaráðuneytinu
Nýir tímar í starfs- og tækninámi: kynningarfundur í Mennta- og menningarmálaráðuneytinu
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Nýir tímar í starfs- og tækninámi: kynningarfundur í Mennta- og menningarmálaráðuneytinu
Nýir tímar í starfs- og tækninámi: kynningarfundur í Mennta- og menningarmálaráðuneytinu
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Nýir tímar í starfs- og tækninámi: kynningarfundur í Mennta- og menningarmálaráðuneytinu
Nýir tímar í starfs- og tækninámi: kynningarfundur í Mennta- og menningarmálaráðuneytinu
© Aðsend mynd (AÐSEND)