*

fimmtudagur, 2. desember 2021
Innlent 18. október 2019 18:04

Myndir: Fundur SI um orkumál

Fjöldi góðra gesta mætti á fund Samtaka iðnaðarins um samkeppnishæfni og orkumál í tilefni nýrrar skýrslu samtakanna.

Ritstjórn
Fundur SI var haldinn í salnum Kaldalón í Hörpu og var þéttsetið undir ávörpum og umræðum fundarins.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Samtök iðnaðarins efndu til opins fundar um íslenska raforkumarkaðinn í Kaldalóni í Hörpu í vikunni þar sem fjöldi góðra gesta mætti til skrafs og ráðagerða um stöðuna á orkumarkaði og áhrif hennar á samkeppnishæfni lands og þjóðar. Hér að neðan má sjá myndir af fundinum.

Á fundinum var ný skýrsla SI um raforkumarkaðinn afhent, en þar koma fram tillögur að úrbótum auk þess sem þar er að finna upplýsingar um uppbyggingu og sérstöðu raforkumarkaðarins, skipulag og stjórnsýslu,  raforkunotendur og raforkusamninga.

Yfirskrift fundarins var Íslensk raforka – ávinningur og samkeppnishæfni, en þar var fjallað um þjóðhagslegsa ávinnings af raforkuframleiðslu á Íslandi og mikilvægi þess að efla samkeppnishæfnina. Auk þess var farið yfir uppbyggingu raforkumarkaðarins að undanförnu, samanburð við nágrannaríki og skoðað hvernig bæta megi rekstrarskilyrði í raforkumálum einstakra atvinnugreina.

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, hélt opnunarávarp, Ole Løfsnæs, sérfræðingur í raforkumálum hjá Norsk Industri, fjallaði um orkumál í Noregi, Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri SI fjallaði um samkeppnishæfni í samhengi íslenksrar raforku, Ingólfur Bender aðalhagfræðingur SI fjallaði um þjóðhagslegt mikilvægi orkusækins iðnaðar og loks fjallaði Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri um stjórnsýslu raforkumála og eftirlit Orkustofnunar.

Eftir það voru haldnar pallborðsumræður þar sem þau Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Jóhannes Felixson, bakarameistari og eigandi Jóa Fel, Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, og Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri ræddu umræðuefnið út í hörgul. Fundarstjórn og stjórn pallborðsumræðna var í hondum Sigríðar Mogensen, sviðsstjóra hugverkasviðs SI.

Guðrún Hafsteinsdóttir er formaður Samtaka iðnaðarins

Ole Løfsnæs er sérfræðingur í raforkumálum hjá Norsk industri.

Sigurður Hannesson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins

Ingólfur Bender er aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins

Guðni A. Jóhannesson er orkumálastjóri

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar ræddi málin í pallborði á fundinum

Jóhannes Felixsson, bakarameistari og eigandi bakarísins Jói Fel ræddi einnig málin af festu í pallborðinu

Sigríður Mogensen sviðstjóri hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins stýrði bæði fundinum og líflegum umræðum í pallborði fundarins

Fjöldi góðra gesta ræddu málin fyrir, í hléum og eftir fundinn sem haldinn var í Hörpu.

Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins var í góðum félagsskap í umræðum utan dagskrár á fundinum.