Löng biðröð hafði myndast góðum klukkutíma áður en fyrirlestur kanadíska sálfræðiprófessorsins Jordan Peterson átti að hefjast á mánudagskvöld. Doktorinn hélt tvo fyrirlestra hér á landi í tónlistar- og ráðstefnuhöllinni Hörpu á mánudagskvöld og þriðjudagskvöld ásamt því að árita nýútkomna bók sína.

Löngu var uppselt á báða fyrirlestrana, en eftir að sá fyrri hafði selst upp eftir að bætt hafði verið við sætum var öðrum bætt við. 850 manns mættu á hvorn fyrirlestur hans, eða 1.700 manns í heildina sem nálgast að vera hálft prósent þjóðarinnar.

Jordan Peterson hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum vegna fyrirlestra sinna á youtube og ummæli ýmis konar sem margir segja að hafi hjálpað sér við að takast á við óréttlæti heimsins en aðrir gagnrýna fyrir að passa ekki inn í pólítíska rétthugsun samtímans.

Fyrirlestrana heldur hann til að kynna út bók sína sem nýlega er komin út á íslensku, 12 lífsreglur: Mótefni gegn glundroða, en íslenska er þriðja tungumálið utan ensku sem bókin kemur út á. Bókin hefur orðið ein sú mest selda í bæði Bandaríkjunum og Bretlandi á árinu og vakið mikla umræðu og athygli.

Sama á við um viðtal sem tekið var á breskri stjónvarpsstöð þar sem Jordan Peterson þurfti ítrekað að svara ásökunum um að hann væri að halda hinu og þessu fram sem ekki virtist passa inn í heimsmynd þáttastjórnandans.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Höfundurinn áritaði bók sína sem kom út á íslensku um mánaðarmótin fyrir þá sem vildu bæði fyrir fyrirlesturinn á mánudeginum og eftir fyrirlesturinn á þriðjudeginum.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Fjölmargir nýttu tækifærið og festu kaup á íslenskri útgáfu bókar sálfræðiprófessorsins en Almenna bókafélagið gefur hana út hér á landi. Hér sést Jónas Sigurgeirsson ásamt hjálparmönnum afgreiða bókina til kaupenda.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Útvarpsmennirnir í þættinum Harmageddon á X-inu 977, þeir Frosti Logason og Þorkell Máni Pétursson létu sig ekki vanta, en Jordan Peterson mætti daginn eftir í settið hjá þeim og ræddi um hugmyndir sínar um hvernig einstaklingar geta bætt heiminn með því að taka ábyrgð á fyrst sjálfum sér en síðan öðrum í kringum sig.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Gunnlaugur Jónsson sem á veg og vanda af því að fá Jordan peterson til landsins kynnti hann til sögunnar á nokkuð óhefðbundinn þó. Í stað þess að segja áhorfendum allt um fyrirlesarann sem þeir þekktu nóg til að mæta á, sagði hann allt það sem ekki var satt um hann en hefur verið haldið fram af þeim sem telja sig tapa á því að fólk taki mark á boðskapnum um að forðast hópsjálfsmyndir framar einstaklingsábyrgð.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Sálfræðiprófessorinn talaði samfleytt í næstum einn og hálfan tíma, og var gerður góður rómur að orðum hans en kvöldinu lauk svo með því að hann svaraði spurningum úr sal.