Viðskiptaráð Íslands stóð á dögunum fyrir hinum árlega fundi sínum um peningamál. Yfirskrift fundarins, sem fór fram á Hilton Nordica, var „Hávaxtaland að eilífu".

Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, fjallaði um mikilvægi þess að að hagstjórnin í heild reri saman að því markmiði að bæta lífskjör og tryggja verðstöðugleika. Már Guðmundsson seðlabankastjóri flutti erindi þar sem hann fór ítarlega yfir stöðu og horfur í efnahagsmálum og samspil þess við peningastefnuna.

Fundinum lauk síðan með pallborðsumræðum með þeim Friðriki Má Baldurssyni, prófessor við Háskóla Íslands, Hrund Rudolfsdóttur, forstjóra Veritas, Rannveigu Sigurðardóttur aðstoðarseðlabankastjóra og Sveini Sölvasyni, fjármálastjóra Össurar. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, var fundarstjóri.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri Veritas, sagði það ískaldan íslenskan veruleika að vaxtastig hér yrði alltaf hærra en í
nágrannalöndunum.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, minnti í ræðu sinni á að ef Seðlabankinn gengi of langt í vaxtahækkunum gæti það skert samkeppnishæfni landsins.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Rannveig Guðmundsdóttir, aðstoðarseðlabankastjóri.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Vilhjálmur Vilhjálmsson, fyrrverandi forstjóri HB Granda.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku, leggur við hlustir.

Sigurður Viðarsson, forstjóri TM
Sigurður Viðarsson, forstjóri TM
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Sigurður Viðarsson, forstjóri TM.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Sigurður Atli Jónsson, stjórnarformaður Íslenskra verðbréfa og fyrrverandi bankastjóri Kviku og MP banka, mætti á fundinn.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Friðrik Már Baldursson prófessor sagði í pallborðsumræðum að aukin áhersla á þjóðhagsvarúð væri skiljanleg.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.