Nú er liðin rúm vika síðan Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) skilgreindi útbreiðslu kórónuveirunnar og Covid-19 sjúkdómsins sem heimsfaraldur. Hefur faraldurinn haft mikil áhrif víða um heim. Heilu löndin hafa lokað, ferðabann er víða í gildi sem og samkomubann og sumsstaðar jafnvel útgöngubann.

Róm
Róm
© EPA (Brexit)

Mikill viðbúnaður var þegar sjúklingur með Covid -19 var fluttur á börum á Columbus sjúkrahúsið í Róm á Ítalíu í fyrradag. Í Evrópu er ástandið verst á Ítalíu þar sem kórónuveiran hefur náð mikilli útbreiðslu. í dag var tala látinna vegna Covid-19 komin í um 5.500 á Ítalíu. Landinu hefur verið lokað og þar er útgöngubann í gildi.

Valencia
Valencia
© EPA (Brexit)

Ástandið á Spáni er slæmt og fólk beðið að halda sig innandyra. Í Valencia áttu þessar tvær konur samt erindi eitthvað og ganga hér framhjá hermönnum í hlífðarfatnaði sem unnu við að sótthreinsa.

Guangzhou
Guangzhou
© EPA (Brexit)

Samkvæmt opinberum upplýsingum frá Kína er útbreiðsla kórónuveirunnar í rénun þar í landi. Starfsmaður á raftækjamarkaðnum í Guangzhou gengur hér með vagn klyfjaðan raftækjum.

London
London
© EPA (Brexit)

Fáir voru á kreiki í Bent Cross verslunarmiðstöðinni í norðurhluta London í vikunni. Í Bretlandi hefur fólk verið beðið um að vera sem minnst á ferðinni. Þeir sem geta unnið heima við hafa verið beðnir um að gera það.

Napolí
Napolí
© EPA (Brexit)

Starfsmaður á matarmarkaði í Napolí á Ítalíu bíður eftir viðskiptavinum. Útgöngubann er í gildi í landinu en fólk má þó sækja helstu nauðsynjar.

Ungverjaland
Ungverjaland
© EPA (Brexit)

Kennari í ungversku borginni Oroshaza kennir nemendum með fjarkennslubúnaði. Um 130 manns hafa greinst með veiruna í Ungverjalandi samkvæmt nýjustu tölum í dag en tæplega 10 milljónir búa í landinu. Þrátt fyrir að fáir hafi greinst hefur öllum skólum hefur verið lokað í Ungverjalandi.

Singapúr
Singapúr
© EPA (Brexit)

Viðskiptavinur leitar að ætum kjötbita í matvöruverslun í Singapúr.  Um 350 manns hafa greinst með kórónuveiruna í landinu. Singapúr flytur inn mikið af sínum matvælum frá Malasíu og óttast fólk að útbreiðsla veirunnar í löndunum muni hafa áhrif á framboðið og því eru hillur að tæmast fljótt.

Pamplona
Pamplona
© EPA (Brexit)

Kona kaupir ávexti og grænmæti í spænsku borginni Pamplona. Vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og COVID-19 sjúkdómsins er útgöngubann er í gildi á Spáni en fólki er þó leyft að sækja helstu nauðsynjar. Afgreiðslumaðurinn er greinilega vel upplýstur um stöðuna þar sem hann er bæði með öndunargrímu búinn að stúka sig af með þykku plasti.