Góður hópur áhugasamra mætti í fundarsal Arion banka þegar kynnt var árleg skýrsla bankans um húsnæðismarkaðinn, sem ber yfirskriftina Húsnæðismarkaðurinn á sléttunni. Gunnar Bjarni Viðarsson og Halldór Kári Sigurðarson, sérfræðingar í greiningardeild bankans, fjölluðu um framboð, eftirspurn og fjármögnun húsnæðis en einnig var ný spá um þróun húsnæðisverðs kynnt. Iða Brá Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs, var kynnir á fundinum.

Meðal helstu niðurstaðna skýrslunnar er að aukið framboð og áframhaldandi væntingar um það virðist vera að tempra markaðinn. Jafnvel muni raunverð byrja að lækka strax á þessu ári með aukinni verðbólgu, og að laun muni hækka meira en húsnæðisverð á næstu árum.

Meðalstærð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur minnkað undanfarin þrjú ár og útlit fyrir að svo haldi áfram. Fólksfjölgun mun ekki verða jafnmikil og verið hefur svo unnið verður á uppsöfnuðum skorti. Hins vegar mun útlánaaukning síðustu ára minnka og lánakjör versna, sem aftur mun lækka hámarksveðhlutfall íbúðarlána, og að kjör viðbótarlána munu versna.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Ólafur Heiðar Helgason og Harpa Ingólfsdóttir hagfræðingar hjá Íbúðalánasjóði létu sig ekki vanta, enda húsnæðismálin mikið í umræðunni þessi misserin.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Framkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs Arion banka, Iða Brá Benediktsdóttir fylgdist athugul með erindum starfsmanna bankans.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Seinni kynnir skýrslunnar, Gunnar Bjarni Viðarsson ræddi um fjármögnun húsnæðis.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Magnús Örn Guðmundsson, forstöðumaður hjá Stefni og bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi, hefur greinilega áhuga á húsnæðismálunum.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Starfsmenn greiningardeildar bankans hlustuðu auðvitað vel á framsögu samstarfsmanna sinna, þar á meðal þau Erna Björg Sverrisdóttir og Elvar Ingi Möller.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Ekki vantaði heldur athyglina hjá þeim Stefáni Brodda Guðjónssyni forstöðumanni greiningardeildarinnar hjá Arion banka og Lýði Þór Þorgeirssyni, framkvæmdastjóra fjárfestingarsviðs bankans.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Fleiri góðir gestir hlýddu á erindin af athygli enda niðurstaðan m.a. sú að húsnæðismarkaður höfuðborgarsvæðisins sé að temprast.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Gleðin skein úr andlitum fundarmanna í móttökurýminu í anddyri bankans eftir kynningarfund skýrslunnar, og greinilegt að áheyrendum þótti niðurstöðurnar góðar.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Bjarki A. Brynjarsson, Stefán Broddi Guðjónsson og fleiri góðir gestir ræddu síðan málin ígrundað og af yfirvegun.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn, hefur löngum haft mikinn áhuga á húsnæðismálunum og tjáð sig um lausnir á húsnæðiseklunni í borginni. Hann var meðal þeirra sem ræddu málin eftir fundinn.