*

fimmtudagur, 23. janúar 2020
Innlent 2. nóvember 2019 16:02

Myndir: Iceland Seafood á aðalmarkað

Því var fagnað þegar Iceland Seafood varð félag númer tuttugu á aðalmarkaði Kauphallar Íslands.

Ritstjórn
Hjónin Liv Bergþórsdóttir og Sverrir Viðar Hauksson voru viðstödd skráninguna en Liv situr í stjórn Iceland Seafood.
Eyþór Árnason

Iceland Seafood International var á þriðjudaginn formlega skráð á aðalmarkað Kauphallar Íslands. Fyrirtækið er það tuttugasta á aðalmarkaðnum en það hafði verið skráð á First North markaðinn frá árinu 2016.

Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood, hélt stutta tölu áður en hann hringdi bjöllu Kauphallarinnar við opnun markaða.

Bjarni Ármannsson tók við viðurkenningu frá Magnúsi Harðarsyni, forstjóra Kauphallar Íslands, við skráninguna.

Það glumdi í bjöllunni þegar Bjarni Ármannsson hringdi Iceland Seafood inn á aðalmarkað Kauphallarinnar.

Mikil ánægja var meðal viðstaddra að Iceland Seafood skyldi vera komið inn á aðalmarkað Kauphallarinnar. 

Magnús Bjarnason, stjórnarformaður Iceland Seafood, og Bjarni Eyvinds, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta hjá Kviku, fóru yfir málin. Kvika sá um útboð í tengslum við skráninguna fyrir Iceland Seafood.

Andri Gunnarsson og Vala Hrönn Guðmundsdóttir hjá Kviku, Stefán Orri Ólafsson hjá Lex og  Baldur Thorlacius hjá Kauphöll Íslands, fylgdust með af athygli.