Iðnþing Samtaka iðnaðarins fór fram á dögunum. Á Iðnþingi 2019 var þess minnst að 25 ár eru liðin frá stofnun Samtaka iðnaðarins. Horft var á það sem áunnist hefur í áranna rás, varpað var upp myndum af stöðu dagsins í dag, auk þess sem rýnt var í framtíðina sem er rétt handan við hornið.

Á þinginu fluttu ávörp Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Að loknum ávörpum og innslögum forkólfa úr íslenskum iðnaði var efnt til pallborðsumræðna með þátttöku formanns SI, ráðherra og Árna Oddi Þórðarsyni, forstjóra Marel. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, lauk svo þinginu með samantekt.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ávarpaði þingið.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI, stýrði pallborðsumræðum.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Gestur Pétursson, forstjóri Elkem.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Jóhannes Felixson, formaður Landssambands bakarameistara.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Ari Edwald, forstjóri MS.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Magnús Þór Ásmundsson forstjóri Alcoa Fjarðarál.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi.