*

fimmtudagur, 2. desember 2021
Innlent 21. júní 2018 14:33

Myndir: Ísland 1-1 Argentína

Landsmenn létu rigninguna ekkert stoppa sig og fjölmenntu við risaskjái víða um land til að fylgjast með frumraun strákanna okkar á HM.

Ritstjórn
Spennan í hámarki!
Haraldur Guðjónsson

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu spilaði sinn fyrsta leik frá upphafi á lokamóti heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu um síðustu helgi, laugardaginn 16. júní.

Liðið mætti Lionel Messi og félögum í argentínska landsliðinu í Moskvu. „Strákarnir okkar“ áttu frábæran leik og gerðu 1-1 jafntefli gegn stjörnum prýddu liði Argentínu.

Víða um land sameinaðist fólk til að horfa saman á leikinn og hvetja lið Íslands til dáða. Mikil stemning var á Stuðvangi Johan Rönning og margir létu rigninguna ekki stoppa sig og fjölmenntu við risaskjái víða um land.

Haraldur Guðjónsson, ljósmyndari Viðskiptablaðsins, fór um höfuðborgarsvæðið til að fanga stemninguna.

Mætingin á Ingólfstorg var gífurlega góð.

Fjölmenni var í Hljómskólagarðinum í miðbæ Reykjavíkur þrátt fyrir vætusamt veður.


Á Rútstúni í Kópavogi fylgdist fólk spennt með gangi mála.

Frá Thorsplani í Hafnarfirði.

Ríkharð Óskar Guðnason, betur þekktur sem Rikki G, íþróttalýsandi á Stöð 2 Sport, leikgreindi lið Íslands og Argentínu fyrir áhorfendur Stuðvangs Johan Rönning.

Litir Íslands voru áberandi á Stuðvangi.

Marki Íslands var vel fagnað.

Áfram Ísland!

Stikkorð: HM knattspyrna landslið