Um þrjúhundruð manns mættu á viðburð Uniconta á Íslandi um framtíðarbókhald en í tilkynningu frá aðstandendum kemur fram að margir búist við því að á næstu árum muni bókhaldið færa sig sjálft. Ráðstefnan fór fram á Icelandair Hotel Reykjavík.

Aðalfyrirlesari viðburðarinns var Erik Damgaard en hann hefur um fjörutíu ára reynslu úr geiranum. Árið 2001 seldi hann meðal annars fyrirtæki sitt til Microsoft á tvo milljarða Bandaríkjadala. Yfirskrift framsögu hans var Optimize Your Business en þar kom hann meðal annars inn á hvaða skref stjórnendur geta stigið til að búa sig undir stafræna framtíð og auka sjálfvirkni.

Aðrir framsögumenn voru Linda Rut Benediktsdóttir og Jónas Magnússon frá ríkisskattstjóra en þau eru bæði í íslenska landsteymi Nordic Smart Government. Meðal verkefna landsteymisins er að vinna með hagsmunaaðilum að því að móta framtíðina og einfalda sjálfvirkni og rekstrarumhverfi fyrirtækja.

Kristján Ingi Mikaelsson, framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs, átti lokaerindið en erindi hans fjallaði um bálkakeðjur. Ingvaldur Thor Einarsson stýrði fundinum.

Erik Damgaard var aðalfyrirlesari ráðstefnunnar.