*

sunnudagur, 17. janúar 2021
Innlent 7. mars 2020 19:01

Myndir: Loftslagsmót 2020

Grænvangur og Nýsköpunarmiðstöð ræddu um nýsköpun og lausnir í rekstri í samhengi við loftslagsmálin.

Ritstjórn
Á Loftslagsmótinu gafst fyrirtækjum og aðilum kostur á að kynna sér þær grænu lausnir sem í boði eru, sem og að kynna sínar lausnir.
Eva Björk Ægisdóttir

Á dögunum bauð Grænvangur fyrirtækjum á Loftslagsmót um nýsköpun og lausnir í rekstri varðandi loftslagsmál. Um var að ræða vettvang þar sem fyrirtæki og aðilar í nýsköpun á sviði loftslagsmála og grænna lausna fengu tækifæri til að hittast á stuttum örfundum, kynna sínar lausnir og fræðast um það sem er í boði.

Markmið Loftslagsmóts 2020 var að stuðla að aðgerðum í rekstri fyrirtækja í þágu loftslagsmála. Markmið viðburðarins var einnig að hvetja fyrirtæki til að kynna sér þær grænu lausnir sem eru í boði, bjóða fyrirtækjum upp á vettvang til að kynna sínar lausnir og þjónustu og stuðla að jákvæðum aðgerðum í rekstri fyrirtækja í þágu loftslagsmála.

Viðburðurinn var haldinn af Grænvangi og Nýsköpunarmiðstöð, í samstarfi við Festu og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.

Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðs, hlustaði vel og vandlega á kynningu sessunautar síns.

Grétar Ingi Erlendsson og Daði Már Steinsson, stofnendur og eigendur ferðaskrifstofunnar Nordic Green Travel, létu sig ekki vanta á Loftslagsmótið, enda er ferðaskrifstofa þeirra með grænar áherslur.

Líflegar umræður sköpuðust á Loftslagsmóti.

Létt var yfir mannskapnum að viðburði loknum og gerðu nokkrir af fundargestum heiðarlega tilraun til að apa eftir handahreyfingu Star Trek hetjunnar Spock.

Freyr Eyjólfsson, sem nýlega tók við sem samskiptastjóri Terra, var á meðal þeirra sem lögðu leið sína á viðburðinn.

Fyrrverandi Sykurmolinn og Milljónamæringurinn Sigtryggur Baldursson átti í djúpum samræðum við nokkra af gestum viðburðarins.