*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 9. febrúar 2019 11:11

Myndir: Opið á UT messuna fyrir alla

4 metra háar risaeðlur og fleiri undratæki verða á upplýsingatæknisýningu í Hörpu til 17 í dag.

Ritstjórn
Meðal þess sem er á boðstólnum á UT messunni í dag fyrir almenning eru risaeðlur og kokteilróbótar.
Aðsend mynd

4 metra háar risaeðlur voru á ferðinni í Hörpu í gær vegna UT messunnar sem var að hefjast. Félagi risaeðlunnar, vélmennamarkvörður, stærsti Pac-Man leikur í heimi, sýndarveruleiki og æsispennandi vélmennakappakstur verður meðal þess sem hægt verður að skoða og prófa á UT messunni sem verður opin almenningi í dag, laugardag kl 10-17.

 Risaeðlurnar eru all vígalegar að sjá og vöktu mikla athygli gesta og gangandi í Hörpu í gær og munu án efa gera slíkt hið sama í dag á hinum opna degi.

Meðal þeirra fyrirtækja sem verða með sannkallaða undraveröld í Hörpu tengt UT messunni er upplýsingafyrirtækið Origo. Gefst gestum sýningarinnar þar tækifæri á að skora framhjá vélmennamarkverði í líki Björgvins Páls landsliðsmarkvarðar í handbolta, svala þorstanum á vélmennabarnum og spjalla við hressa vélmennið. 

Þá er hægt að stýra dróna með hugarorku og skoða stútfullan bás með leikjatölvum og leikjabúnaði. Gestum verður einnig boðið að spila Fortnite með köppunum í Ice Cold. Það verður því nóg um að vera og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á UT 

Stikkorð: Harpa upplýsingatækni UT messan