*

miðvikudagur, 1. apríl 2020
Innlent 8. febrúar 2020 17:02

Myndir: OR og Samkaup hlutu Menntaverðlaunin

Menntaverðlaun atvinnulífsins voru á dögunum veitt þeim fyrirtækjum sem þykja skara fram úr í fræðslu- og menntamálum.

Ritstjórn
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, og Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs SA, fylgdust ásamt öðrum fundargestum grannt með gangi mála.
Aðsend mynd

Menntaverðlaun atvinnulífsins voru á dögunum veitt þeim fyrirtækjum sem þykja skara fram úr í fræðslu- og menntamálum. Orkuveita Reykjavíkur var valin Menntafyrirtæki ársins og Samkaup Menntasproti ársins. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, afhentu verðlaunin á Menntadegi atvinnulífsins sem fram fór í Hörpu.

Menntadagur atvinnulífsins er yfirleitt vel sóttur og engin undantekning var á því í ár.

Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsvið Samkaupa, Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa, og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.

Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, og Ásdís Eir Símonardóttir, mannauðssérfræðingur hjá OR, tóku við verðlaunum fyrir hönd fyrirtækisins.

Verðlaunahafar stilla sér upp ásamt mennta- og menningarmálaráðherra og forseta Íslands.