Menntaverðlaun atvinnulífsins voru á dögunum veitt þeim fyrirtækjum sem þykja skara fram úr í fræðslu- og menntamálum. Orkuveita Reykjavíkur var valin Menntafyrirtæki ársins og Samkaup Menntasproti ársins. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, afhentu verðlaunin á Menntadegi atvinnulífsins sem fram fór í Hörpu.

Menntaverðlaun atvinnulífsins
Menntaverðlaun atvinnulífsins
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Menntadagur atvinnulífsins er yfirleitt vel sóttur og engin undantekning var á því í ár.

Menntaverðlaun atvinnulífsins
Menntaverðlaun atvinnulífsins
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsvið Samkaupa, Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa, og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.

Menntaverðlaun atvinnulífsins
Menntaverðlaun atvinnulífsins
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, og Ásdís Eir Símonardóttir, mannauðssérfræðingur hjá OR, tóku við verðlaunum fyrir hönd fyrirtækisins.

Menntaverðlaun atvinnulífsins
Menntaverðlaun atvinnulífsins
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Verðlaunahafar stilla sér upp ásamt mennta- og menningarmálaráðherra og forseta Íslands.