Fyrirtækið Primex hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands 2012 sem afhent voru á Nýsköpunarþingi á miðvikudaginn í síðustu viku. Rúnar Marteinsson, framleiðslustjóri Primex, og Sigríður Vigdís Vigfúsdóttir markaðsstjóri veittu verðlaununum viðtöku.

Rúmlega 200 manns sóttu þingið sem haldið var á Grand hóteli. Rannís, Íslandsstofa, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Nýsköpunarsjóður veita verðlaunin. Primex er staðsett á Siglufirði og hóf framleiðslu árið 1999.

Nýsköpunarþing - Grand Hótel 2012
Nýsköpunarþing - Grand Hótel 2012
© BIG (VB MYND/BIG)

Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins, var meðal fyrirlesara á þinginu.

Nýsköpunarþing - Grand Hótel 2012
Nýsköpunarþing - Grand Hótel 2012
© BIG (VB MYND/BIG)

Gestir á Nýsköpunarþingi voru á þriðja hundrað í ár.