*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Innlent 23. mars 2019 16:01

Myndir: Ráðherra spurður spjörunum úr

Félag viðskipta- og hagfræðinga efndi á dögunum til hádegisverðarfundar með Bjarna Benediktssyni.

Ritstjórn
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sat fyrir svörum en Helga Valfells stýrði samtalinu við ráðherra.
Haraldur Guðjónsson

Félag viðskipta- og hagfræðinga efndi á dögunum til hádegisverðarfundar með Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra.

Helga Valfells frá Crowberry Capital stýrði samtalinu við ráðherra og var farið yfir stöðu þeirra mála sem að ráðherra snúa, meðal annars nýjar skattkerfisbreytingar stjórnvalda, stöðu ríkisfjármála, opinberra skulda og skuldbindinga, framtíð fjármálakerfisins í kjölfar útgáfu nýrrar hvítbókar, átök á vinnumarkaði, starfskjör opinberra starfsmanna og íslenskt vinnumarkaðslíkan, og opinberar fjárfestingar í samhengi við innviði og þjóðarsjóð.

Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs SA.

Vel var mætt á fundinn og hvert borð þéttsetið.

Sölvi Blöndal, efnahagsráðgjafi hjá GAMMA og stjórnarmaður í FVH.

Kristrún Tinna Gunnarsdóttir, nýráðin forstöðumaður á skrifstofu bankastjóra Íslandsbanka.

Stikkorð: Bjarni Benediktsson FVH
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is