Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor og dr. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðidósent voru frummælendur á fundi Rannsóknarseturs um nýsköpun og hagvöxt og Félags stjórnmálafræðinga sem haldinn var á Háskólatorgi í dag.

Þar ræddu þeir um nýjar heimildir um bankahrunið. Guðni fjallaði meðal annars um umsvif bandaríska sendiráðsins á Íslandi samkvæmt upplýsingum sem hann hefur unnið úr hinum leynilegu Wikileaks-skjölum. Hannes Hólmsteinn fjallaði hins vegar um erlenda áhrifaþætti íslenska bankahrunsins. Fundarstjóri var Eva Heiða Önnudóttir, formaður Félags stjórnmálafræðinga.

Fundurinn var gríðarlega vel sóttur eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)