Festa - miðstöð um samfélagsábyrgð, Stjórnvísi og Viðskiptaráð veittu í gær verðlaun fyrir Samfélagsskýrslu ársins. Þetta er í annað sinn sem verðlaunin eru veitt og hlaut Isavia viðurkenninguna í ár.

Markmiðið með viðurkenningunni  fyrir Samfélagsskýrslu ársins er að hvetja fyrirtæki til að setja sér mælanleg markmið og birta reglulega opinberlega, með vönduðum hætti, upplýsingar um hvernig samfélagsábyrgð og sjálfbærni í rekstri fyrirtækja skilar þeim og samfélaginu auknum ávinningi. Í ár hlaut Isavia verðlaunin.

Alls bárust 29 tilnefningar um 16 fyrirtæki. Í dómnefnd voru Katrín Olga Jóhannesdóttir formaður Viðskiptaráðs Íslands, Kjartan Sigurðsson við Háskólann í Reykjavík og Jóhanna Harpa Árnadóttir, verkefnastjóri hjá Landsvirkjun, sem var jafnframt formaður dómnefndar. Í mati dómnefndar kemur fram að skýrslan er unnin í samráði við hagaðila og fjölda starfsfólks Isavia , frá öllum sviðum fyrirtækisins. Einnig var fenginn utanaðkomandi ráðgjafi til að yfirfara og tryggja gæði upplýsinganna. Samfélagsskýrslan fylgir alþjóðlegum stöðlum GRI standards, hún er skrifuð í samræmi við árangur fyrirtækisins í að ná settum, mælanlegum markmiðum fyrir árið 2018 sem eru ennfremur

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar hélt erindi.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Agla Eir Viljálmsdóttir frá Viðskiptaráði

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Eirikur Hjálmarsson frá Orkuveitu Reykjavíkur

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Ásdís Gíslason, markaðsstjóri HS Orku.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Haraldur Guðni Eiðsson frá Arion banka.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Theodóra S. Þorsteinsdóttir.