Ársfundur atvinnulífsins fór fram í Eldborg í Hörpu fyrir viku. Á fundinum var jafnframt fagnað 20 ára afmæli Samtaka atvinnulífsins (SA). Rúmlega 700 gestir mættu í Eldborg en fundurinn var einnig sýndur í beinni útsendingu á vef SA og Viðskiptablaðsins.

Á fundinum fluttu þau Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávörp. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, og Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs samtakanna, fóru yfir farinn veg í starfi samtakanna síðustu 20 ár og veltu fyrir sér stöðu efnahagsmála í dag, þar sem rík áhersla var m.a. lögð á að bæta samkeppnishæfni atvinnulífsins.

Á fundinum var einnig fjallað ítarlega um Þjóðarsáttarsamningana í skemmtilegu myndbandi sem hægt er að skoða á vefsíðu SA.  Í tilefni af afmæli SA var gefin út bókin „Frá Þjóðarsátt til Lífskjarasamnings“ sem rituð er af Guðmundi Magnússyni.

Ari Edwald og Arnar Gauti Reynisson
Ari Edwald og Arnar Gauti Reynisson
© BIG (VB MYND/BIG)

Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar, og Arnar Gauti Reynisson, sem tók við sem framkvæmdastjóri Heimavalla síðasta vor. Ari var ráðinn framkvæmdastjóri SA þegar samtökin voru stofnuð árið 1999. Gegndi hann starfinu til ársloka 2005 en þá var hann ráðinn forstjóri 365 ljósvaka- og prentmiðla.

Halldór Benjamín Þorbergsson
Halldór Benjamín Þorbergsson
© BIG (VB MYND/BIG)

Halldór Benjamín Þorbergsson hefur verið framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins frá því í desember árið 2016. Tók hann við starfinu af Hannesi G. Sigurðssyni sem hafði gegnt því í tímabundið í nokkra mánuði eftir að Þorsteinn Víglundsson hætti sumarið 2016.

Ásdís Kristjánsdóttir
Ásdís Kristjánsdóttir
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, flutti erindi á ársfundinum.

Ásthildur Otharsdóttir, Katrín Júlíusdóttir og Jóhanna VIgdís Guðmundsdóttir
Ásthildur Otharsdóttir, Katrín Júlíusdóttir og Jóhanna VIgdís Guðmundsdóttir
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Ágústa Ýr Þorbergsdóttir, framkvæmdastjóri Navigo, Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) og Jóhanna Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms.

Þorsteinn Víglundsson, Halldór Benjamín Þorbergsson og Þórarinn V. Þórarinsson
Þorsteinn Víglundsson, Halldór Benjamín Þorbergsson og Þórarinn V. Þórarinsson
© BIG (VB MYND/BIG)

Þorsteinn Víglundsson, núverandi þingmaður Viðreisnar og framkvæmdastjóri SA frá 2013 til 2016, Halldór Benjamín Þorbergsson, núverandi framkvæmdastjóri samtakanna, og Þórarinn V. Þórarinsson lögmaður, en hann var framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Íslands (VSÍ) frá árinu 1986 til 1999 en það sama ár voru Samtök atvinnulífsins stofnuð.

Karen Kjartansdóttir, Jens Garðar Helgason og Helga Vala Helgadóttir
Karen Kjartansdóttir, Jens Garðar Helgason og Helga Vala Helgadóttir
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Karen Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar og fyrrverandi upplýsingafulltrúi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Jens Garðar Helgason, formaður SFS, og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar Alþingis.

Eyjólfur Árni Rafnsson, Katrín Jakobsdóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
Eyjólfur Árni Rafnsson, Katrín Jakobsdóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
© BIG (VB MYND/BIG)

Bekkurinn var þétt setinn í Hörpu. Hér eru Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Hjörleifur Pálsson og Hrund Rudolfsdóttir
Hjörleifur Pálsson og Hrund Rudolfsdóttir
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Hjörleifur Pálsson, stjórnarformaður Sýnar og fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálasviðs Össurar, ræðir við Hrund Rudolfsdóttur, forstjóra Veritas.

Vilhelm Már Þorsteinsson og Þór Sigfússon
Vilhelm Már Þorsteinsson og Þór Sigfússon
© BIG (VB MYND/BIG)

Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips, og Þór Sigfússon, stofnandi Sjávarklasans. Gylfi, bróðir Þórs, var forstjóri Eimskips á undan Vilhelm Má.