Hringiða, Nordic Circular Hubs og Sjávarklasinn efndu nýlega til málstofu með helstu sérfræðingum Norðurlanda á sviði innleiðingar hringrásarhagkerfis á Íslandi í Grósku þann 10. maí sem auka á samstarf norrænna frumkvöðla, fjárfesta og sveitarfélaga til að stuðla að sjálfbærara samfélagi.

Krístín Soffía Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Klak - Icelandic Startups opnaði málstofuna í hátíðarsal Grósku og þeir sem tóku til máls voru sérfræðingar frá Linköping háskóla, EYDE cluster í Noregi, Kalundborg Symbiosis í Danmörku og finnska nýsköpunarsjóðnum SITRA svo fátt eitt sé nefnt. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur ávarpaði gesti og sagði þær ákvarðanir sem teknar verði í dag og á næsta ári þær veigamestu í móta framtíðarinnar.

Að lokinni málstofu kynntu frumkvöðlafyrirtækin í Hringiðu starfsemi sína og funduðu með norrænu sérfræðingunum. Þátttakendur Hringiðu í ár eru fyrirtækin e1, GreenBytes, Álvit, Plogg-In, Ýmir Technologies, Sidewind og Snerpa Power.

© Kristinn Magnússon (M Mynd/Kristinn Magnússon)

Alexandra Leeper hjá Sjávarklasanum flutti tölu á fundinum.

© Kristinn Magnússon (Kristinn Magnússon)

Christophe Pinck, sérfræðingar í hringrásarhagkerfinu hjá Eyde Clust og Murat Mirata, dósent við Linköping háskóla, voru meðal þeirra sem fluttu erindi.

© Kristinn Magnússon (M Mynd/Kristinn Magnússon)

Þór Sigfússon, stofnandi Sjávarklasans.

© Kristinn Magnússon (M Mynd/Kristinn Magnússon)

Vel fylgst með á málþinginu.

© Kristinn Magnússon (M Mynd/Kristinn Magnússon)

Hringrásarhagkerfið og lausnir við umhverfisvandanum voru ræddar á fundinum.

© Kristinn Magnússon (M Mynd/Kristinn Magnússon)

Hafrún Þorvaldsdóttir hjá e1 og Íris Baldursdóttir, framkvæmdastjóri Snerpu Power.

© Kristinn Magnússon (M Mynd/Kristinn Magnússon)

Fulltrúar Nordic Circular Hubs, Sjávarklasans, Hringiðunnar ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra.