Samtökin ’78, BHM, ASÍ og BSRB kynntu á dögunum niðurstöðu rannsóknar á stöðu hinsegin fólks á íslenskum vinnumarkaði í tilefni Hinsegin daga.

Viðburðurinn fór fram í Veröld – húsi Vigdísar. Rannsóknin, sem gefin verður út í haust, er unnin í samstarfi við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur BHM, sá um að kynna niðurstöður rannsóknarinnar og Þorbjörg Þorvaldsdóttir, fyrrverandi formaður Samtakanna ’78, stýrði umræðum. Meðal þeirra sem fluttu erindi á viðburðinum voru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Drífa Snædal, forseti ASÍ, Friðrik Jónsson, formaður BHM og Álfur Birkir Bjarnason, formaður Samtakanna 78‘.

Friðrik Jónsson, formaður BHM, og fundarstjórinn Þorbjörg Þorvaldsdóttir klæddust litríkum klæðnaði við tilefnið.

Ljósmynd: Haraldur Jónasson (Haraldur Jónasson)
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, lét sig ekki vanta á viðburðinn.

Ljósmynd: Haraldur Jónasson (Haraldur Jónasson)
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Friðjón R. Friðjónsson, og Axel Hall, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, ræddu málin að viðburði loknum.

Ljósmynd: Haraldur Jónasson (Haraldur Jónasson)
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hélt erindi, en hún er jafnframt ráðherra jafnréttismála.

Ljósmynd: Haraldur Jónasson (Haraldur Jónasson)
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, tók þátt í pallborðsumræðum.

Ljósmynd: Haraldur Jónasson (Haraldur Jónasson)
Gleðin leyndi sér ekki í andliti Kolbrúnar Halldórsdóttur, fyrrverandi umhverfisráðherra og þingmanns Vinstri Grænna.

Ljósmynd: Haraldur Jónasson (Haraldur Jónasson)

Myndasíðan birtist fyrst í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.