*

laugardagur, 30. maí 2020
Innlent 19. október 2019 08:22

Myndir: Stefnumótun hjá FKA

Það var húsfylli í höfuðstöðvum Íslandsbanka á stefnumótunarfundi Félags kvenna í atvinnulífinu.

Ritstjórn
Hulda Ragnheiður Árnadóttir formaður FKA og Sig­ríður Hrund Pét­urs­dótt­ir ritari FKA létu sig ekki vanta.
Aðsend mynd

Það var húsfylli í höfuðstöðvum Íslandsbanka á stefnumótunarfundi Félags kvenna í atvinnulífinu á fimmtudaginn. Um 100 félagskonur komu saman og lögðu grunninn að starfinu fyrir komandi misseri. Lögð var áhersla á að draga fram hugmyndir um hvernig FKA getur áorkað mestu sem hreyfiafl í samfélaginu ásamt því að stuðla að tengslamyndun og sýnileika félagskvenna. 

Ragnheiður Aradóttir, varaformaður FKA, eigandi PROcoaching og PROtraining hélt erindi sem bar nafnið Brjótum ísinn.

Bergur Ebbi Benediktsson, uppistandari og rithöfundur, hélt erindi undir yfirskriftinni Gildismat framtíðarinnar.

Húsfylli var á fundinum. Fjölmargar áhugaverðar hugmyndir komu fram til að skapa viðskiptavettvang kvenna og auka samvinnu og samstöðu kvenna í atvinnulífinu.

Edda Hermannssdóttir, yfirmaður samskipta og greininga hjá Íslandsbanka, gaf góð ráð um hvernig eigi að koma fram.

Stikkorð: FKA