*

sunnudagur, 20. júní 2021
Innlent 6. desember 2019 18:32

Myndir: Stórsókn til framtíðar

Tækni- og hugverkaþing Samtaka iðnaðarins var haldið í Norðurljósum í Hörpu á dögunum.

Ritstjórn
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kynnti aðgerðir í þágu nýsköpunar á Íslandi.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Tækni- og hugverkaþing Samtaka iðnaðarins var haldið  í Norðurljósum í Hörpu á fimmtudaginn. „Stórsókn til framtíðar" var yfirskrift þingsins en á því var ljósi varpað á stöðu hugverkaiðnaðar á Íslandi, kynntar fjölbreyttar greinar hugverkaiðnaðarins og tækifæri til framtíðar.

Á þinginu greindi Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, frá stofnun sjóðsins Kríu. Kría er frumkvöðlasjóður eða hvatasjóður sem fjárfestir í vísisjóðum (Venture Capital) og mun auka aðgengi að fjármagni og tryggja samfellu í fjármögnunarumhverfi frumkvöðla og nýsköpunar. Fjöldi erinda var fluttur á þinginu og stýrði Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins, umræðum.

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, flutti opnunarávarp þingsins.

Valgerður Halldórsdóttir, stjórnarmaður í Sagafilm, ræddi um kvikmyndaiðnaðinn.

Hilmar Bragi Janusson, forstjóri Genís, talaði um líf- og heilbrigðistækniiðnaðinn.

Gísli Kr. Katrínarson, framkvæmdastjóri hjá Advania Data Centers, flutti erindi um gagnaversiðnaðinn.

Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, flutti erindi með yfirskriftinni Fréttir úr framtíðinni.

Sigriður Mogensen, forstöðumaður hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins, var fundarstjóri á þinginu.