*

laugardagur, 27. nóvember 2021
Innlent 3. júlí 2021 18:03

Myndir: Teymin í Startup Supernova

Fyrstu fimm teymin af þeim tíu sem taka þátt í hraðlinum kynntu sig nýverið til leiks.

Ritstjórn
Davíð Helgason, stofnandi Unity og ráðgjafi í hraðlinum, Sunna Halla Einarsdóttir, fjármálastjóri Icelandic Startups og Freyr Friðfinsson.
Pétur Gautur Magnússon

Startup Supernova hraðalinn er í fullum gangi og fyrsti viðburður sumarsins var nýverið haldinn í Grósku. Icelandic Startups keyra hraðalinn en bakhjarlar verkefnisins eru Nova og Gróska auk þess sem Huawei styrkti sérstaklega teymið FOMO. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Sjá einnig: 82 umsóknir í Startup SuperNova

Fimm teymi af þeim tíu sem taka þátt í hraðlinum kynntu sig og sín verkefni fyrir hópi fólks. Teymin höfðu eina mínútu til að kynna verkefnið. Fjöldi fjárfesta og vina voru viðstödd, bubblubíllinn sá um veitingar og DJ Jay-O þeytti skífum en þess ber að geta að hann tók sjálfur þátt í Supernova í fyrra með fyrirtæki sitt Stubb. 

Myndirnar tók Pétur Gautur Magnússon.

Hér má sjá þá Svavar Berg Jóhannsson, Gísla Karl Gíslason, Mikael Ingason í FOMO og félaga. 

Þeir Svavar Berg Jóhannsson, Gísli Karl Gíslason og Sindri Björnsson verða seint sakaðir um að kunna ekki að pósa. 

Katrín Aagestad, Stefanía Gunnarsdóttir, Helgi Skúli Friðriksson og Víðir Björnsson á góðri stund.

Kampavín og popp er frumkvöðlastarfsemi á háu stigi! Hér eru þeir Bragi, Eiríkur, Sigurður Davíð, Árni Steinn en þeir eru þátttakendur í hraðlinum.

Freyr Friðfinnsson, verkefnastjóri hjá Icelandic Startups, lætur í sér heyra.

Hrafnhildur Ingadóttir og Selma Karlsdóttir létu sig ekki vanta á viðburðinn. 

Síðust en alls ekki síst eru þau Gylfi Már Geirsson og Kristín Soffía Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups.