Nú á dögunum veitti Félag viðskipta- og hagfræðinga þekkingarverðlaun sín fyrir árið 2019. Félagið heldur árlega Íslenska þekkingardaginn. Þá er veitt viðurkenning til þekkingarfyrirtækis ársins sem dómnefnd skipuð stjórn félagsins hefur valið og einnig veitt viðurkenning til viðskiptafræðings ársins.

Við val á þekkingarfyrirtæki ársins 2019 var horft til þeirra fyrirtækja sem hafa skarað fram úr á erlendum mörkuðum síðastliðin ár. CCP, Creditinfo, Marel og Nox Medical voru tilnefnd til verðlaunanna. Fór það svo að dómnefndin valdi Creditinfo sem þekkingarfyrirtæki ársins 2019.

Þá var Haraldur Þorleifsson, stofnandi og eigandi Ueno, valinn viðskiptafræðingur ársins.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Björn Brynjúlfur Björnsson, formaður FVH.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Anna Svava Knútsdóttir, skemmtikraftur og eigandi Valdísar.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Lilja Gylfadóttir, stjórnarmaður í FVH.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Kári Finnsson, viðskiptastjóri hjá Creditinfo.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Ósk Heiða Sveinsdóttir, markaðsstjóri Trackwell.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Margrét Kristín Sigurðardóttir og Sif Cortes.