Glatt var á hjalla þegar Rými Ofnasmiðjan ehf. hélt upp á 75 ára afmæli sitt fyrir rúmri viku. Í fréttatilkynningu segir að fyrirtækið hafi verið stofnað 6. maí 1936 af athafnamanninum Sveinbirni Jónssyni og nokkrum félögum hans. Fyrirtækið hét í upphafi Hf. Ofnasmiðjan og var stofnað með framleiðslu miðstöðvarofna í huga. Stofnfundurinn fór fram á Hótel Borg.

Rekstrarörðugleikar voru nokkrir í upphafi þar sem hlutafé fyrirtækisins, samanlagt 35 þúsund krónur, fór allt í byggingu verksmiðjuhúss og ekki var til fé til efniskaupa. Enginn reykvískur banki fékkst til þess að fjármagna efniskaupin en Sparisjóður Hafnarfjarðar gerði það og í desember 1936 hófst starfsemin. Starfsmenn smíðuðu sjálfir eina af pressum fyrirtækisins og var hún notuð áratugum saman.

Starfsmenn Ofnasmiðjunnar voru í fyrstu fimm talsins. Nafni fyrirtækisins, sem um tíma var eitt af 300 stærstu fyrirtækjum landsins, var síðar breytt í Rými Ofnasmiðjan og þótt það selji enn ofna, sem eru innfluttir, er meginstarfsvið þess nú sala á lagerbúnaði, verslunarbúnaði og skjalakerfum.

Thomas  Möller er framkvæmdastjóri Rými Ofnasmiðjunnar.

Afmæli Ofnasmiðjunnar
Afmæli Ofnasmiðjunnar
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Afmæli Ofnasmiðjunnar
Afmæli Ofnasmiðjunnar
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Afmæli Ofnasmiðjunnar
Afmæli Ofnasmiðjunnar
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Afmæli Ofnasmiðjunnar
Afmæli Ofnasmiðjunnar
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Afmæli Ofnasmiðjunnar
Afmæli Ofnasmiðjunnar
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Afmæli Ofnasmiðjunnar
Afmæli Ofnasmiðjunnar
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Afmæli Ofnasmiðjunnar
Afmæli Ofnasmiðjunnar
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)