Verkfall starfsmanna Eflingar á völdum hótelum og gististöðum, hófst klukkan 10 í morgun og stendur yfir til klukkan 11:59 í kvöld. Jafnframt boðaði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar til kröfugöngu í dag klukkan 16:00 og má sjá hér myndir frá henni, og þeim fjölmörgu skiltum sem mótmælendur báru.

Verkfallinu var valinn dagurinn í dag, 8. mars því um er að ræða alþjóðlegan dag kvenna, sem eru í miklum meirihluta starfsmanna ferðaþjónustufyrirtækjanna sem felldu niður störf í dag.

Má rekja daginn aftur til Sovétríkjanna, þar sem 8. mars var dagur verkakvenna, því að konur höfðu hafið mótmæli gegn stjórn keisarans þennan dag árið 1918, sem lauk með afnámi keisaraveldisins nokkrum vikum síðar.

© Gunnlaugur Rögnvaldsson (Gunnlaugur Rögnvaldsson)

© Gunnlaugur Rögnvaldsson (Gunnlaugur Rögnvaldsson)

© Gunnlaugur Rögnvaldsson (Gunnlaugur Rögnvaldsson)

© Gunnlaugur Rögnvaldsson (Gunnlaugur Rögnvaldsson)

© Gunnlaugur Rögnvaldsson (Gunnlaugur Rögnvaldsson)

© Gunnlaugur Rögnvaldsson (Gunnlaugur Rögnvaldsson)

© Gunnlaugur Rögnvaldsson (Gunnlaugur Rögnvaldsson)

© Gunnlaugur Rögnvaldsson (Gunnlaugur Rögnvaldsson)

© Gunnlaugur Rögnvaldsson (Gunnlaugur Rögnvaldsson)

© Gunnlaugur Rögnvaldsson (Gunnlaugur Rögnvaldsson)

© Gunnlaugur Rögnvaldsson (Gunnlaugur Rögnvaldsson)

© Gunnlaugur Rögnvaldsson (Gunnlaugur Rögnvaldsson)

© Gunnlaugur Rögnvaldsson (Gunnlaugur Rögnvaldsson)