Vorfundur Landsnets fór fram á Hilton Reykjavík Nordica síðastliðinn þriðjudag. Yfirskrift fundarins var „Hvað slær út þjóðaröryggi? Framtíð íslenska raforkumarkaðarins“.

Fundurinn hófst með ávarpi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamálaiðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Í kjölfarið komu fram Sigrún Björk Jakobsdóttir, stjórnarformaður Landsnets, Matthew J. Roberts frá Veðurstofu Íslands, Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, og hinn írski Simon Grimes frá EirGrid.

Vorfundur Landsnet 2019
Vorfundur Landsnet 2019
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, talaði um mikilvægi þess að hér verði virkt raforkumarkaðskerfi í þágu bæði neytenda og orkuöryggis.

Vorfundur Landsnet 2019
Vorfundur Landsnet 2019
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Sigrún Björk Jakobsdóttir, stjórnarformaður Landsnets, ræddi um mikla breytingar á raforkumarkaði.

Vorfundur Landsnet 2019
Vorfundur Landsnet 2019
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Íris Baldursdóttir, framkvæmdastjóri kerfisstjórnunarsviðs Landsnets.

Vorfundur Landsnet 2019
Vorfundur Landsnet 2019
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Guðlaug Sigurðardóttir, fjármálastjóri Landsnets, og Ómar Benediktsson, sem situr í stjórn Landsnets, fylgdust vel með ávarpi ráðherra.

Vorfundur Landsnet 2019
Vorfundur Landsnet 2019
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar.

Vorfundur Landsnet 2019
Vorfundur Landsnet 2019
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Ólafur Adolfsson, bæjarfulltrúi á Akranesi.

Vorfundur Landsnet 2019
Vorfundur Landsnet 2019
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Nánast hvert sæti á fundinum var setið og fylgdust fundargestir áhugasamir með ávörpum ræðumanna.