Eggert Pétursson sem lengi hefur verið virtur listamaður hér á landi hefur á undanförnum árum náð gríðarlegum vinsældum og hlotið alþjóðlega viðurkenningu á borð við Carnegie-verðlaunin árið 2004. Sem stendur er erfitt að fá mynd eftir hann, en Gallerí i8 sér um þau mál og er víst búið að selja þær nokkur ár fram í tímann. Eggert átti svo sannarlega innistæðu fyrir þeirri athygli sem hann hefur fengið og verk hans vaxa og styrkjast.

Í Viðskiptablaðinu í dag er viðtal við Eggert Pétursson