Ingibjörg Sólrún Gísladóttir telur ákjósanlegt að láta á myntsamstarf við Evrópusambandið á grundvelli EES-samningsins reyna. Slík leið gæti reynst Íslandi hagfelld, að því gefnu að pólitískur vilji ESB sé fyrir hendi.

Utanríkisráðherra telur að eflaust séu engin formleg vandkvæði á myntsamstarfi við Evrópusambandið (ESB) á grundvelli EES-samningsins.

„Í sáttmála ESB er grein sem gerir ráð fyrir að gera megi samþykki við þriðja ríki um gjaldmiðlasamstarf. Slíkir samningar eru háðir einróma samþykki ráðherraráðsins og að tillögu Evrópska seðlabankans eða framkvæmdastjórnarinnar,“ segir Ingibjörg í samtali við Viðskiptablaðið.

______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .