Í gær gaf eitt fjármálafyrirtækið enn út svarta spá um horfurnar í rekstri bandarísku fjárfestingarbankanna. Sérfræðingar Citigroup spá því að fjárfestingarbankarnir Lehman Brothers, Goldman Sachs og Morgan Stanley muni þurfa að afskrifa enn meira af fasteignatryggðum fjármálagjörningum. Auk þess lækkaði Citi afkomuspá sína fyrir bankana þrjá á þriðja fjórðungi, einkum vegna minni þóknunartekna og vaxandi taps á illseljanlegum fjarmálagjörningum í bókum þeirra.