*

sunnudagur, 5. desember 2021
Innlent 26. maí 2013 13:05

Mýsköpun stofnað á Mývatni

Nýju nýsköpunarfélagi á Mývatni er ætlað að auka fjölbreytileika.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, Háskólinn á Akureyri, landeigendur, Skútustaðahreppur, orkufyrirtæki og fjöldi einstaklinga hafa sett á laggirnar félagið Mýsköpun ehf. Dagbjört Bjarnadóttir, formaður félagsins, segir að undirbúningur hafi staðið yfir í um tvö ár, en þó sérstaklega síðasta árið þar sem undirbúningshópur vann þétt saman. „Sérstök áhersla er á að nýta afgangsvarma og auka fjölbreytni í sveitarfélaginu,“ segir Dagbjört um félagið sem nýverið fékk kennitölu.

Fyrsta verkefnið snýr að þörungaræktun. „Sýni verða tekin úr Mývatni og verið er að rækta þörunga. Við ætlum ekki að rækta þá í vatninu heldur utan þess, með það að markmiði að fá úr því söluvæna vöru,“ segir hún.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér.

Stikkorð: Mývatn Mýsköpun