Þýska leigubílaappið Mytaxi, sem er að hluta til í eigu Daimler AG, mun sameinast Hailo, einum helsta samkeppnisaðila Uber. Sameinað félagið mun starfa undir nafni Mytaxi.

Mytaxi hefur náð miklum vinsældum í Evrópu. Félagið er nú þegar með 100.000 skráða bílstjóra, sem aka um allt að 50 evrópskar borgir. Andrew Pinnington, sitjandi framkvæmdastjóri Hailo, mun sinna taka halda stöðu framkvæmdarstjóra í sameinuðu félagi.

Daimler bílasamsteypan, sem framleiðir m.a. Mercedes Benz, fjárfesti í Mytaxi árið 2014. Bílaframleiðendur hafa í auknum mæli verið að styðja við bakið á félögum á borð við Uber. Til að mynda fjárfestu General Motors fyrir 500 milljónir dollara í Lyft og Volkswagen fyrir 300 milljónir dollara í Gett. Toyota hefur ekki gefið upp hversu miklu þeir vörðu í Uber.