Mývetningar óttast að niðurskurður í landvörslu hafi neikvæðar afleiðingar en ferðamönnum í Mývatnssveit hefur fjölgað verulega á undanförnum árum. Þetta kemur fram á fréttavef RÚV í hádeginu.

Þar segir einnig að landverðir í Mývatnssveit hafa haft í nógu að snúast undanfarin ár og verkefnunum hafi fjölgað með auknum straumi ferðamanna. Þeir minna á að náttúran á svæðinu sé viðkvæmig og að verndarsvæði Mývatns og Laxár sé á rauðum válista Umhverfisstofnunar og í fyrra komust Skútustaðagígar á appelsínugulan lista einkum vegna aukins átroðnings ferðamanna allan ársins hring. Þrátt fyrir þetta verður landvarsla í Mývatnssveit dregin verulega saman í sumar - eins og reyndar á landinu öllu - vegna lægri fjárframlaga til Umhverfisstofnunar.

Guðrún María Valgeirsdóttir, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, segir þróunina uggvænlega í samtali við RÚV: „Umhverfisstofnun hefur nú ekki verið ofhaldin, hvorki af mannskap né fjármagni hér í Mývatnssveit undanfarin ár, og ég sé bara ekki hvernig stofnunin á að komast yfir sín verkefni.“ Guðrún segir að Mývetningar óttist að niðurskurður til landvörslu hafi neikvæðar afleiðingar á náttúru svæðisins. „Það er alveg ljóst að eitthvað mun undan láta. Ég held að það muni segja sig sjálft.“

Sjá nánar á vef RÚV hér .