Tillaga stjórnar N1 um 25,5% hlutafjárlækkun í félaginu hljóðar svo að hlutafé félagsins verði fært niður um 120.000.000 að nafnvirði, og að auki yfirverðsreikning hlutafjár um 1,4 milljarða króna. Samtals verður lækkunin því um 1,54 milljarðar króna.

Verði tillagan samþykkt verður fjárhæðin greidd út til hluthafa í samræmi við hlutafjáreign þeirra í félaginu.

Ástæðan að baki tillögunnar er sú að hluti af fjárhagsstefnu félagsins í kjölfar endurskipulagningu 2011 var að halda eigin fé fyrirtækisins í kringum hlutfallið 40%.

Með lækkun hlutafjár um 1,5 milljarð króna er stefnt að því að eiginfjárhlutfall verði 40% í lok árs.