Árið hefur farið brösuglega af stað á hlutabréfamarkaðnum hér á landi. Síðasta ár einkenndist af miklum uppgangi á markaðnum, en sá uppgangur tók snöggan endi í byrjun janúar þegar óvissa á alþjóðamörkuðum smitaðist yfir til Íslands. Eftir þá dýfu hefur markaðurinn jafnað sig aftur en verðþróunin hefur þó einkennst af talsverðum sveiflum.

Kostnaðarhækkanir í kjölfar kjarasamninga og auknar heimildir lífeyrissjóða til fjárfestinga erlendis eru á meðal þeirra þátta sem kunna að halda aftur af verðhækkunum.

Hefur hækkað um 34%

Besta sagan í Kauphöllinni það sem af er ári er N1. Félagið hefur hækkað um 34% frá áramótum. Á meðal þeirra þátta sem þar spila inn í eru stórauknar tekjur af þjónustu við ferðamenn og góður árangur í að halda aftur af kostnaði. EBITDA félagsins var 39% meiri á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en á sama tíma í fyrra.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .