Úrvalsvísitala Kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 1,09% í dag. Hún stendur því í 1.739,61 stigi og hefur hækkað um 1,71% frá áramótum. Heildarvelta á mörkuðum nam 26,4 milljörðum króna. Gífurleg velta var á skuldabréfamarkaði eða 21,9 milljarðar, velta á hlutabréfamarkaði nam 4,5 milljörðum.

Aðalvísitala skuldabréfa hækkaði um 0,04% í dag og hefur hækkað um 1,21% frá áramótum.

Gengi hlutabréfa allra félaga hækkaði að undanskildum Icelandair Group, en gengi hlutabréfa félagsins lækkaði um 0,28% í 112,6 milljón króna viðskiptum, og Össur, en engin velta var með hlutabréf félagsins.

Mest hækkaði gengi hlutabréfa N1. Gengi hlutabréfa félagsins hækkaði um 3,45% í 483,6 milljón króna viðskiptum. Einnig hækkaði gengi hlutabréfa Vodafone talsvert eða um 2,46% í 223,5 milljón króna viðskiptum. Svipaða sögu má segja um gengi hlutabréfa VÍS sem hækkaði um 2,39% í 313 milljón króna viðskiptum.

Vísitölur GAMMA

Markaðsvísitala GAMMA hækkaði um 0,4% í dag í 25,5 milljarða viðskiptum.Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 1,2% í dag í 4,5 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,1% í dag í 19,1 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,2% í 2 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,2% í 16,3 milljarða viðskiptum.