*

miðvikudagur, 24. júlí 2019
Innlent 29. ágúst 2018 16:31

N1 hagnast um 681 milljón króna

N1 hagnaðist um 681 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi þessa árs samanborið við 441 milljón á sama tímabili í fyrra.

Ritstjórn
Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1.
Aðsend mynd

N1 hagnaðist um 681 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi þessa árs samanborið við 441 milljón á sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram í nýbritum árshlutareikningi félagsins.

EBITDA að undanskildum kostnaði við kaup á Festi nam 1.108 milljónum króna. á fjórðungnum samanborið við 778 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Framlegð af vörusölu jókst um 16,1% sem skýrist að mestu af hagstæðri þróun á olíuverði heimsmarkaði. Þróun á heimsmarkaðsverði á eldsneyti hafði jákvæð áhrif á þessum fjórðungi en var óhagsstæð á sama tímabili í fyrra. 

Eigið fé var 14.554 milljónir króna og eiginfjárhlutfall 47,5% í lok annars ársfjórðungi í fyrra. 

EBITDA á 2F 2018 var 1.077 m.kr. samanborið við 768 m.kr. á 2F 2017 en kostnaður við kaup á Festi var 31 m.kr. á 2F 2018 og 10 m.kr. á 2F 2017. Aukning í framlegð af vörusölu skýrist að mestu af hagstæðri þróun á heimsmarkaðsverði með olíu en á sama tímabili 2017 var þróunin óhagstæð. Samningsbundnar launahækkanir skýra hærri launa- og starfsmannakostnað á öðrum ársfjórðungi 2018 miðað við sama tímabil 2017. Hækkun í öðrum rekstrarkostnaði má rekja að mestu til kostnaðar við kaup á FESTI og aukningar í niðurfærslu á viðskiptakröfum.

Kaup N1 á Festi

Þann 30. júlí 2018 samþykkti samkeppniseftirlitið kaup N1 hf. á öllu hlutafé í Festi hf. með skilyrðum sem fram koma í sátt sem undirrituð hefur verið á milli N1 og Samkeppniseftirlitsins. Festi rekur matvöruverslanir undir merkjum Krónunnar, Kr, Nóatúns og Kjarvals, raftækjaverslunina ELKO og vöruhótelið Bakkann. Yfirtökudagur verður 1. september næstkomandi. Frá og með þeim tíma mun Festi ásamt dótturfélögum sínum verða hluti af samstæðu N1. Markmið kaupanna er hagræðing í rekstri sem og að veita viðskiptavinum beggja félaga öflugri og betri þjónustu, en miklar breytingar hafa orðið og munu áfram verða á þeim mörkuðum sem þessi fyrirtæki starfa á. Árleg samlegðaráhrif af sameiningu N1 og Festi eru áætluð á bilinu 500 - 600 m.kr. og munu þau koma fram á næstu 12 - 18 mánuðum.

Horfur í rekstri félagsins

Áhrif af fjölgun ferðamanna eru minni en gert var ráð fyrir í upphafi ársins. Innlendar kostnaðarhækkanir munu hafa áhrif á reksturinn þrátt fyrir lága verðbólgu sem gerir fyrirtækjum á samkeppnismörkuðum eins og þeim sem félagið starfar á erfitt fyrir. Órói á olíumörkuðum og gengi ISK getur valdið sveiflum á framlegð og fjárbindingu. 

Stikkorð: N1 Uppgjör