Vegna ástands efnahagsmála hefur stjórn N1 ákveðið að auka upplýsingagjöf til fjárfesta. Rekstraryfirlit verður birt á 2ja mánaða fresti og er fyrsta rekstraryfirlitið þegar komið á heimasíðu félagsins. Að sögn Hermanns Guðmundssonar, forsjóra N1, er ætlunin að gera þetta allavega út þetta ár til að auka upplýsingagjöf til fjárfesta sem hafa keypt skuldabréf sem félagið er með skráð í kauphöll.

Að sögn Hermanns er þetta gert til þess að eyða óvissu um félagið enda sé nóg af kjaftasögum og slæmum fréttum í gangi. Að sögn Hermanns er N1 í skilum með allar sínar skuldir. ,,Það hefur borið á því að það séu í gangi kjaftasögur um stöðu félagsins, ýmist lognar eða ósannar, og þá er eina leiðin að aflétta leyndinni og ganga lengra en skyldur okkar segja til um og birta þær upplýsingar sem markaðurinn vill vita," sagði Hermann.