*

fimmtudagur, 24. september 2020
Innlent 17. júlí 2020 10:36

N1 kaupir Ísey skyrbar

N1 hefur nú keypt rekstur Ísey skyrbar á þjónustustöðvum sínum en verið er að skoða fleiri staðsetningar.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

N1 hefur keypt rekstur Ísey skyrbar á þjónustustöðvum sínum. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu.

Um er að ræða Ísey skyrbar á þjónustöðvum N1 á Ártúnshöfða, við Hringbraut, Borgartún og í Fossvogi. Verið er að skoða fleiri staðsetningar á Ísey skyrbar á þjónustustöðvum N1.

„Vörurnar frá Ísey skyrbar eru afar vinsælar og við sjáum að þetta er sterkt og vinsælt vörumerki sem viðskiptavinir N1 eru hrifnir af. Við viljum efla þetta merki og þá fjölbreytni sem þar er boðið upp á og við hlökkum til frekari þróunar og nýrra vara, þannig að N1 verði áfram besti viðkomustaðurinn fyrir þá sem eru á ferðinni og vilja fá eitthvað hollt og gott,“ segir Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1.

Stikkorð: N1 Ísey skyrbar