Gengi hlutabréfa N1 hefur lækkað töluvert það sem af er degi. Þegar þetta er skrifað hefur gengi bréfa félagsins lækkað um 5,81% í 242 milljóna króna viðskiptum.

Félagið birti í gær uppgjör fyrir annan ársfjórðung þessa árs sem virðist hafa farið illa í fjárfesta. Hagnaður félagsins dróst saman um 38% frá sama tímabili í fyrra auk þess sem rekstrarhagnaður dróst saman um 30,4%.

Í tilkynningu vegna uppgjörsins kom fram að ð þróun á heimsmarkaðsverði með eldsneyti  og styrking íslensku krónunnar hafi haft neikvæð áhrif á annan ársfjórðung 2017 miðað við jákvæð áhrif á sama ársfjórðungi í fyrra.

Þá hefur bréfa Skeljungs einnig lækkað töluvert. Þegar þetta er skrifað hefur gengi bréfa félagsins lækkað um 5,11% í 47 milljóna króna viðskiptum.