Úrvalsvísitala Kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,40% í dag og stendur nú í 1.849,71 stigi og hefur hækkað um 8,13% frá áramótum. Heildarvelta á mörkuðum nam ríflega 2,9 milljörðum, þar af var 1,5 milljarða króna velta á hlutabréfamarkaði og 1,4 milljarðar á skuldabréfarmarkaði.

Gengi bréfa N1 lækkaði mest í viðskiptum dagsins eða um 2,19% í 179,1 milljón króna viðskiptum. Gengi bréfa Haga lækkaði jafnframt um 2,17% í 381,7 milljón króna viðskiptum. Mest velta var með bréf Haga í dag. Mest hækkaði gengi hlutabréfa Símans í dag eða um tæplega eitt prósent í 340,6 milljón króna viðskiptum.

Utan Úrvalsvísitölunnar lækkaði Skeljungur mest eða um 1,73% í 60,6 milljón króna viðskiptum en fyrr í dag barst tilkynning þess efnis til Kauphallarinnar að stjórnarformaður félagsins hafi selt bréf félags sín í Skeljungi.

Vísitölur GAMMA

Markaðsvísitala GAMMA lækkaði um 0,3% í dag í 2,8 milljarða viðskiptum. Hlutabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,5% í dag í 1,5 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,3% í dag í 1 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,4% í 0,1 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði lítillega í 0,9 milljarða viðskiptum.