Gengi bréfa í öllum fyrirtækjum í Kauphöll Íslands lækkaði í dag, nema í N1 og í Regin. Veltan í Kauphöllinni var mjög lítil.

Mest velta var í N1 eða 108 milljónir króna og hækkaði gengi bréfa um 0,27%. Gengi bréfa í Regin hækkaði um 0,61% í 44 milljóna króna viðskiptum.

Mest lækkun varð á bréfum Vodafone eða 0,98% í 20 milljóna króna viðskiptum. Marel lækkaði um 0,88% í 40 milljóna króna viðskiptum.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,45% í dag og er nú 1203 stig.